Skráning á kyrrðardaga á Bergheimum, Sólheimum 26. – 29. janúar 2023

Kyrrðardagar veita einstakt tækifæri til að dvelja og endurnærast í mildi og kyrrð.

Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi standa fyrir þessum dögum og því er iðkun Kyrrðarbænar og Lectio divina í forgrunni.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur þekki Kyrrðarbænina og iðkun hennar. Sjá: www.kyrrdarbaen.is.

Helgin fer að mestu leyti fram í þögn fyrir utan þá fræðslu sem boðið er upp á. Þögnin gerir fólki kleift að skoða hvað bærist innra með þeim og að hlúa vel að sjálfu sér. Boðið er upp á einstaklingsviðtöl fyrir þá sem það kjósa.

Gómsætur grænmetismatur verður framreiddur sem nærir líkamann og styður við þá innri vinnu sem gjarnan fer af stað í kyrrðinni.

Um er að ræða langa helgi sem hefst á fimmtudegi kl. 18 og lýkur kl. 14 á sunnudegi.

Verð er 68.000 kr. og mun reikningur birtast inn á heimabanka þátttakenda. Ef forföll verða innan viku frá því að kyrrðardagarnir hefjast er gert ráð fyrir óendurkræfu skráningargjaldi sem eru 15.000 kr.

Vinsamlegast hafið samband ef einhverjir óska eftir að vera saman í herbergi. Umsjón: Sr. Arndís Bernhardsdóttir Linn og Bylgja Dís Gunnarsdóttir. Nánari upplýsingar: kyrrdarbaen@kyrrdarbaen.is


Nafn *
Kennitala *
Netfang *
Netfang (aftur)
Farsími *

Skráning

Kyrrðardagar á Bergheimum, Sólheimum 26. – 29. janúar 2023

Annað

Aðrar upplýsingar sem þurfa að koma fram, s.s. fæðuofnæmi o.þ.h.