Lagt á djúpið. Kyrrðardagar á Löngumýri 1. - 6. maí 2025

Kyrrðardagar á vegum Kyrrðarbænarsamtakanna á Íslandi verða á Löngumýri í Skagafirði dagana 1.-6. maí 2025. Ingunn Björnsdóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir leiða kyrrðardagana.

Á kyrrðardögunum gefst rými og stuðningur við að skoða og dýpka sambandið við Guð (æðri mátt) með daglegum viðtölum í andlegri leiðsögn sem Ingunn og Bylgja veita. Áhersla er lögð á iðkun Kyrrðarbænar og mikla þögn. Dagskráin, umhverfið og umgjörðin öll styður við það að leggja á dýpið.

Andleg leiðsögn snýst um að hlúa að fólki á trúargöngunni í því umbreytingar- og þroskaferli sem hún hefur í för með sér. Í andlegri leiðsögn mætum við fólki þar sem það er, hægjum á, hlustum og hlúum að eftir því sem andinn leiðir okkur til.

Verð: 96.000 kr. Allt er innifalið í verðinu nema ferðin á staðinn. Ef einhver er ekki á bíl er hugsanlega hægt að fá far með öðrum þátttakendum. Staðfestingargjald er 30.000 kr. sem greiðist við skráningu og er óendurkræft. Staðfestingargjaldið er greitt með því að leggja inn á eftirfarandi reikning:
Kennitala: 450613-1500
Reikningur: 0114-26-1513

Nánari upplýsingar veita: Ingunn Björnsdóttir, ingunnbjornsdottir@simnet.is eða í síma 8448816 og Bylgja Dís Gunnarsdóttir, kyrrdarbaen@kyrrdarbaen.is eða í síma 6617719.


Á Löngumýri eru 15 herbergi og geta verið tveir í hverju herbergi. Vinsamlega skráið upplýsingar um báða þátttakendur í einu ef tveir verða saman í herbergi.

Þátttakandi nr. 1

Nafn *
Kennitala *
Netfang *
Netfang (aftur)
Farsími *

Þátttakandi nr. 2

Nafn
Kennitala
Netfang
Netfang (aftur)
Farsími

Annað

Aðrar upplýsingar
Vinsamlega staðfestið skráningu *