Lectio Divina á Löngumýri 2.-5. október 2025

Kyrrðardagar ásamt námskeiði í Lectio Divina (Biblíulegri íhugun) verður haldið á Löngumýri í Skagafirði dagana 2.-5. október 2025.

Kyrrðardagarnir og námskeiðið hentar þeim sem vilja auðga trúarlíf sitt og þá sérstaklega í tengslum við bæn, íhugun og lestur ritningarinnar. Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum.

Lectio Divina er bænaaðferð sem hefur verið iðkuð frá frumkristni og tilheyrir hugleiðsluhefð kristinnar trúar. Íhugandi lestur Lectio Divina gengur út á gæði umfram magn og að fara á dýpt textans með opinn huga og opið hjarta. Kjarni Lectio Divina er vinátta við Krist og því er um afar persónulega bænaiðkun að ræða þar sem ritningarversin leggja grundvöll að samtali sem smátt og smátt leiðir til náinnar og innilegrar vináttu.

Auk þess að ástunda Lectio Divina með hefðbundum hætti verður kynnt til leiks hvernig nota má aðferðina á fjölbreyttan hátt m.a. í tengslum við myndir, tónlist og náttúruna. Kyrrðarbænin verður iðkuð tvisvar á dag og hluti helgarinnar fer fram í þögn. Námskeiðið byggist á þátttöku.

Langamýri er fræðslusetur Þjóðkirkjunnar og þar er gott að vera. Matsalurinn er rúmgóður og bjartur, setustofan notaleg og kapellan falleg. Í garðinum er bæði sundlaug og heitur pottur. Innifalið auk námskeiðsins eru 3-4 máltíðir yfir daginn og sérherbergi (einnig hægt að vera 2 saman í herbergi). 2-3 herbergi sameinast um baðherbergisaðstöðu.

Verð: 69.800 kr.

Vinsamlegast hafið samband ef einhverjir vilja vera saman í herbergi við Bylgju í síma 661 7719 eða með því að senda tölvupóst á kyrrdarbaen@kyrrdarbaen.is. Einnig má hafa samband ef spurningar vakna.


Á Löngumýri eru 15 herbergi og geta verið tveir í hverju herbergi. Vinsamlega skráið upplýsingar um báða þátttakendur í einu ef tveir verða saman í herbergi.

Þátttakandi nr. 1

Nafn *
Kennitala *
Netfang *
Netfang (aftur)
Farsími *

Þátttakandi nr. 2

Nafn
Kennitala
Netfang
Netfang (aftur)
Farsími

Annað

Aðrar upplýsingar
Vinsamlega staðfestið skráningu *