Kyrrðardagar á Hótel Kríunesi 23. - 26. janúar 2025

Kyrrðardagar á vegum Kyrrðarbænasamtakanna á Íslandi
Hótel Kríunes, Kópavogi
23.-26. janúar 2025

Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi bjóða nú sérstaka kyrrðardaga með fræðslu sem haldnir verða á Hótel Kríunesi við Elliðavatn í Kópavogi. Yfirskrift kyrrðardaganna er AÐ UMVEFJA ALLT SEM ER. Leiðbeinandi námskeiðsins, Mary Dwyer frá Bandaríkjunum, hefur verið virk í stjórn og starfi Contemplative Outreach nánast frá upphafi og lærði hjá Thomas Keating. Mary kennir hvernig Fagnaðarbæn og ferli fyrirgefningar styðja við iðkenndur Kyrrðabænar eða annarra hugleiðsuaðferða í umbreytingarferlinu. Mary kennir á ensku. Kyrrðarbæn verður iðkuð reglulega í gegnum námskeiðið. Hér má lesa nánar um Kyrrðarbæn og Fagnaðarbæn: www.kyrrdarbaen.is Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem lengra komum.

Kyrrðardagar veita einstakt tækifæri til að dvelja og endurnærast í mildi og kyrrð. Helgin fer að hluta til fram í þögn. Þögnin gerir fólki kleift að skoða hvað bærist innra með þeim og að hlúa vel að sjálfu sér. Mary Dwyer bíður uppá einstaklingsviðtöl.

Um er að ræða langa helgi sem hefst á fimmtudegi kl. 18 og lýkur kl. 14 á sunnudegi. Aðstaðan á Hótel Kríunesi er afar góð og þó hótelið sé staðsett á höfuðborgarsvæðinu er nálægðin við náttúruna einstök. Innifalið í verði er matur á hótelinu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur séu á staðnum allan tímann.

Verð:
Einstaklingsherbergi: Kr. 110.000.
Tveir í herbergi: Kr. 85.000 pr. einstakling.

Staðfestingargjald, kr. 50.000, greiðist við skráningu og er óendurkræft. Greiðsluseðill fyrir gjaldinu verður sendur í heimabanka. Greiðsluseðill fyrir því sem eftir stendur verður sendur í heimabanka í desember með eindaga 2. janúar 2025.

Nánari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst á kyrrdarbaen@kyrrdarbaen.is eða í síma 661 7719.

Umsjón með kyrrðardögunum hafa: Sr. Arndís Bernhardsdóttir Linn og Bylgja Dís Gunnarsdóttir.

Hótel Kríunes: https://kriunes.is/


Nafn *
Kennitala *
Netfang *
Netfang (aftur)

Farsími *

Tegund herbergis

Tegund herbergis *


Herbergisfélagi
Hægt er að vera í einstaklingsherbergi eða tveggja manna herbergi. Ef um tveggja manna herbergi er að ræða, vinsamlega skráið nafn herbergisfélaga. Nauðsynlegt er að herbergisfélaginn skrái sig einnig.

Annað

Aðrar upplýsingar
Vinsamlega staðfestið skráningu *