Kyrrðardagar á Löngumýri 2.– 7. maí 2024

Kyrrðardagar á Löngumýri 2.– 7. maí 2024

Kyrrðardagar á vegum Kyrrðarbænasamtakanna á Íslandi verða á Löngumýri í Skagafirði 2.-7. maí 2024. Fr. Wojociech Drazek leiðir dagana ásamt Ingunn Björnsdóttur. Áhersla er lögð á iðkun Kyrrðarbænarinnar, mikla þögn og stuðning í gegnum andlega fylgd, einstaklingsviðtöl sem Wojociech veitir. Mikilvægt er að þátttakendur hafi reynslu af iðkun Kyrrðarbænarinnar og treysti sér til þess að dvelja í þögn þessa daga sem kyrrðardagarnir fara fram. Eins er lögð áhersla á að þátttakendur séu á staðnum frá upphafi til enda.

Verð: kr. 95.000 (allt innifalið nema ferðin á staðinn) staðfestingargjald er kr. 30.00 sem er óendurkræft ef hætt er við innan viku frá því að kyrrðardagarnir hefjast.

Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi hafa staðið fyrir Kyrrðardögum í rúmlega 10 ár og leggja alúð í að standa vörð um kyrrðina og að dvölin verði ánægjuleg. Þetta er þriðja árið þar sem kyrrðardagarnir eru haldnir að vori á Löngumýri með Wojociech Drazek. Wojociech Drazek er kaþólskur prestur og hefur frá árinu 2013 leitt Kyrrðarbænasamtökin á Póllandi.

Nánari upplýsingar veitir: Ingunn Björnsdóttir, ingunnbjornsdottir@simnet.is eða í síma 844-8816.


Nafn *
Kennitala *
Netfang *
Netfang (aftur)

Farsími *

Annað

Aðrar upplýsingar
Vinsamlega staðfestið skráningu *