Kyrrðarbænarnámskeið í Víðistaðakirkju 1. nóvember 2025

Kyrrðarbænarsamtökin á Íslandi og Víðistaðakirkja bjóða upp á námskeið um kyrrðarbæn laugardaginn 1. nóvember 2025 kl. 10-15 í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði.

Kyrrðarbæn er íhugunaraðferð úr kristinni hefð sem hefur verið stunduð í einhverri mynd alveg frá frumkristni. Á námskeiðinu verður fjallað um þessa íhugunaraðferð, hún kennd og iðkuð.

Kyrrðarbæn er afar einföld iðkun sem fer fram í þögn og gengur út á að hvíla í nærveru Guðs og samþykkja verk heilags anda innra með okkur. Þótt aðferðin sé einföld hefur hún umbreytandi áhrif á iðkandann með auknum andlegum þroska sem leiðir m.a. til aukinnar sjálfsþekkingar og dýpra sambands við Guð og menn.

Kennarar námskeiðsins eru Arna Harðardóttir og Bergþóra Baldursdóttir. Þær eru með kennsluréttindi í Kyrrðarbæn og hafa ástundað hana um árabil.

Verð: 4.000 kr. Innifalið er léttur hádegismatur og námsgögn.

Vinsamlegast greiðið þátttökugjald inn á eftirfarandi reikning:
Bn. 0114-26-1513
Kt. 450613-1500
Skýring: Námskeið

Ef spurningar vakna má senda tölvupóst á bergthora.baldursdottir@gmail.com.


Nafn *
Kennitala *
Netfang *
Netfang (aftur)
Farsími *

Skráning

Vinsamlega staðfestið skráningu *

Annað

Aðrar upplýsingar sem þurfa að koma fram, s.s. fæðuofnæmi o.þ.h.